• Beint frá býli dagurinn

    Beint frá býli dagurinn

    Í tilefni 15 ára afmælis Beint frá býli verða haldnir afmælisviðburðir um land allt, sunnudaginn 20. ágúst kl. 13-17.
    Á Norðurlandi vestra verður viðburðurinn haldinn á Stórhóli (Rúnalist) í Skagafirði af Sigrúnu Helgu Indriðadóttur. SSNV eru styrktar- og samstarfsaðilar.
    Við hvetjum íbúa og aðra gesti til að leggja leið sína á Stórhól þar sem félagsmenn Beint frá býli á Norðurlandi vestra munu selja vörur og kynna starfsemi sína.
    Afmæliskaka, kaffi og djús fyrir gesti í boði Beint frá býli. Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps mun selja bakkelsi og Ferðaþjónustan Lýtingsstöðum mun teyma hesta undir börnum frá kl. 14:00-15:30. Öðruvísi leiksvæði fyrir börn.
    Geitur, kiðlingar og hvolpur verða á sínum stað sem hlakka til að heilsa upp á gesti og gangandi.

    Smellið hér til að fara inná viðburðinn á Facebook