Ærkjöt

Ærkjöt - Bænda Biti 

Á Stórhóli er hægt að fá ærkjöt allt árið um kring. Á bænum er lítil sveitaverslun Rúnalist Gallerí með árstíðabundnum vörum Beint frá Býli. Einstaka vöruflokkar geta selst upp tímabundið. Framundan er frekari þróun á vinnslu afurða okkar.   Slátrað er hjá SAH á Blönduósi og önnur vinnsla fer fram í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd.  Allt kjöt er látið hanga  5-7 daga og telst því fullmeirnað, og tilbúið til neyslu.

 

Ærkjöt er bragðmeira en lambakjöt og heldur stífara, þarf aðeins lengri eldunartíma. Það er í rauninni gott í allt,  heilsteikt svipað og roast beef,  barið í snidsel, grillað, í pottrétti og súpur og marft fleira. Kjötbollurnar hennar ömmu voru alltaf gerðar úr ærhakki. Ærgæti (grafið ærkjöt)  og Smalabiti (grafið og léttreykt ærfilé) er gott með snittubrauði, með ostinum eða bara eintómt, og ekki skemmir góð sulta eða jógústgrenisýrópssósa.  Heldrimannabiti -Tvíreykt ærkjöt kitlar einnig bragðlaukana.

 Verðlisti og pöntun

 Ærfilé og Ærgæti frá Stórhóli