Rúnalist Gallerí er opið 10-18 alla daga yfir sumartímann. Á öðrum tíma er vissara að hringja á undan sér annars er opið ef húsráðandi er heima. (s. +354-823-2441 Sigrún)
Sveitaheimsókn - aðgangseyrir 1.000,- til 1,500,- kr
18 ára og eldri 1.500,- kr
13 - 17 ára 1.000,- kr
frítt fyrir 12 ára og yngri.
Hvað er innifalið ?
* Við bjóðum ykkur að klappa íslensku landnámsgeitinni og fræðast um hana og gefa brauðmola.
* Að sjá örsýningu í Hlöðunni um eitt og annað sem nýta má en er oftast hent í dag. Einnig að fræðast um íslensku ullina og hvernig hún verður að bandi. Ýmislegt annað sem tengist gamla tímanum er einnig til sýnis. s.s ull - skinn - horn - bein og fleira
* Á bænum eru einnig endur sem hægt er að horfa á og hundar sem alltaf eru til í klapp og kjass. Stundum eru líka hvolpar og kettlingar.
* Við erum einnig alltaf tilbúin í spjall um búskapinn og dýrin.
Sveitaheimsókn og Bænda Bita smakkborð - eingöngu fyrir 8-30 manna hópa
Svona heimsókn þarf alltaf að panta með minnst 10 daga fyrirvara.
Heimsóknin tekur 80 - 120 mínútur.
Verð
8 -15 manns 2.800,- kr. per mann.
16 - 30 manns 2.600,- kr. per mann.
Hvað er innifalið ?
*Við bjóðum upp á smakk af afurðum býlisins, geitakjöt, ærkjöt og andaregg, eftir þvi hvað til er hverju sinni.
*Við bjóðum upp á 4 kjöttegundir settar á snittur með mismuandi brauði eða kexi.
* Við bjóðum einnig upp á að smakka 3 - 4 teg af sultum, sýrópi, hlaupi eða chutney frá local smáfamleiðendum.
* Kaffi - mjólk - te - vatn.
*Við segjum frá örsýningu í Hlöðunni og kynnum ýmis hráefni sem notuð eru til listsköpunar. Fræðum um sauðfé og geitur og hvernig við nýtum afurðir þessarra dýra. Ýmislegt fleira er til sýnis s.s. skinn, horn og bein ýmissa dýra. Íslensku ullinni eru einnig gerð góð skil.
* Við bjóðum ykkur að klappa íslensku landnámsgeitinni gefa henni brauðmola , heyra fróðleik og geitasögur.
* Á bænum eru einnig endur sem hægt er að horfa á og hundar sem alltaf eru til í klapp og kjass. Stundum eru líka hvolpar og kettlingar.
* Við erum einnig alltaf tilbúin í spjall um búskapinn og dýrin.