Sveitaheimsókn

 
 
Rúnalist Gallerí er opið 10-18 alla daga yfir sumartímann.  Á öðrum tíma er vissara að hringja á undan sér annars er opið ef húsráðandi er heima.     (s. +354-823-2441 Sigrún)
 
Sveitaheimsókn - aðgangseyrir  1.000,- til  1,500,- kr
18 ára og eldri  1.500,- kr
13 - 17 ára           1.000,- kr
 frítt fyrir 12 ára og yngri.
 
Hvað er innifalið ?
 
* Við bjóðum ykkur að  klappa íslensku landnámsgeitinni og fræðast um hana og gefa brauðmola.
* Að sjá örsýningu í Hlöðunni um eitt og annað sem nýta má en er oftast hent í dag.
      -að fræðast um íslensku ullina og hvernig hún verður að bandi.
      -að skoða eitt og annað sem tengist gamla tímanum  s.s  skinn - horn - bein, gömul áhöld og fleira.
* Að sjá endurnar okkar kúra eða baða sig.
*Að klappa og kjassa heimilishundana.
     -stundum eru líka hvolpar og/eða kettlingar.
* Við erum einnig alltaf tilbúin í spjall um búskapinn og dýrin.
 
Sveitaheimsókn og Bænda Bita smakkborð 
Svona heimsókn þarf alltaf að panta með minnst 10 daga fyrirvara.
Heimsóknin tekur 80 - 120 mínútur.
 
Verð
1-6 manns 21.000,- 
7 -30  manns 2.800,- kr. per mann.
 
 
 
Hvað er innifalið ?
 
*Við bjóðum upp á smakk af afurðum býlisins, geitakjöt, ærkjöt og andaregg, eftir þvi hvað til er hverju sinni.
     - við bjóðum 4  fallega smakkbita
     - og smakk af krukkmat frá local smáfamleiðendum.
     - við bjóðum kaffi - te - mjólk og vatn.
*Við segjum frá örsýningu í Hlöðunni og kynnum ýmis hráefni sem notuð eru til listsköpunar.
     -m.a.  hýði, pappír, skinn, horn, bein og gömul áhöld.
* Fræðum gesti um sauðfé og geitur og hvernig við nýtum afurðir þessarra dýra. 
*Fræðum um íslensku ullina og hvernig hún verður að bandi.
* Við bjóðum ykkur að  klappa íslensku landnámsgeitinni gefa henni brauðmola , heyra fróðleik og geitasögur.
* Að sjá endurnar okkar kúra eða baða sig.
*Að klappa og kjassa heimilishundana.
     -stundum eru líka hvolpar og/eða kettlingar.
* Við erum einnig alltaf tilbúin í spjall um búskapinn og dýrin.
 
 Rúsínan í pylsuendanum er svo Rúnalist Gallerí
-þar er boðið upp á fjölbreytt úrval af matvörum Beint frá Býli og frá íslenskum smáframleiðendum.
-fjölbreytt gæða handverk úr íslensku hráefni mest unnið af fjölskyldunni 
-spil, bækur og fleira.