Námskeið í þæfingu - Kertaljós - Krukkur - Kósý

Þæfingarnámskeið
Kertaljós - Krukkur og Kósý

Hvenær:  Laugardaginn 8. nóvember kl. 10-15.  (5 klst með neysluhléum)

Smelltu hér fyrir skráningu á námskeiðið

Þæfingarnámskeið með haustþema. Kennt verður að þæfa ull utanum krukkur og kertaglös. Skreytt með þæfðum skreytingum.

Námskeiðið hentar öllum, ungum sem öldnum.

Hvar:   Í Rúnalist Gallerí , Stórhól Skagafirði

Námskeiðsgjald: 19.500,- kr.
Staðfestingagjald:  6.000,- kr. sem dregst frá námskeiðsgjaldinu við greiðslu þess.

Hvað er innifalið? Allt hráefni er innifalið ásamt, námskeiðsgögnum, molakaffi og hádegis hressingu.

Ítarleg námskeiðslýsing:

Við munum stuttlega skoða mismunandi ullargerðir og sýnishorn. Kennd verður grunntækni í flatri og holri þæfingu. Farið í eðlisþætti íslensku ullarinnar sýnt og sagt frá hvað gerist við þæfingu og hvað við getum gert og notað til að auðvelda okkur ýmsa hluti í ferlinu.

Markmiðið er að nemendur geti að námskeiði loknu, nýtt þekkingu sína til að þæfa sambærilega hluti. Að nemendur læri hvernig hægt er að endurnýta t.d. krukkur og glös í persónulegar og skemmtilegar gjafir. Að nemendur leiði hugann að sjálfbærni og hringrásarhagkerfinu, hvað við getum lagt að mörkum.
Að þæfa með ull er skemmtileg og skapandi vinna sem hentar fólki á öllum aldri.

ATH. Námskeiðið er styrkhæft til Starfsmenntasjóða Stéttarfélaganna.


Nemendur fá viðurkenningarskjal að námskeiði loknu.


Staðfestingargjald greiðist á eftirfarandi reikning (einnig má greiða fullt
námskeiðsgjald inn á þennan reikning)
Kt. 201169-3729
Bk. 0310-13-25814
Sendið kvittun á runalist@runalist.is