Beint frá býli

Hjá okkur getur þú komist í snertingu við Íslenskar landnámsgeitur, gefið öndunum brauð og séð íslenskar landnámshænur.  Hundar og kettir eru einnig á sínum stað.  Kindurnar eru ekki langt undan allavegana á veturna en halda til fjalla á vorin nema hrútarnir þeim standa ekki fjallaferðir til boða.
Rúnalist Gellerí er einnig á bænum, þar eru unnar ýmsar vörur úr hráefni frá býlinu svo sem smálambaskinni, geitastökum, ull, hornum og beinum, en einnig úr Skagfirsku leðri og roði ásamt fleiru náttúrulegu hráefni. 
Við erum einnig félagar í samtökunum Beint frá býli og Opnum landbúnaði.
 
Vörur Beint frá býli:
Í Galleríinu okkar seljum við einnig eigin framleiðslu, 
Lambakjöt, kiðlingakjöt, landnámshænuegg og andaregg.