Beint frá býli

Hjá okkur getur þú komist í snertingu við Íslenskar landnámsgeitur og fræðst um þær. Hundar og kettir eru einnig á sínum stað.  Kindurnar eru ekki langt undan allavegana á veturna en halda til fjalla á vorin nema hrútarnir þeim standa ekki fjallaferðir til boða.
Við erum einnig með litla sveitabúð Rúnalist Gallerí,  þar bjóðum við aðallega vörur úr hráefni frá okkar býli.   Sauðaband, Lambaband og Geitafiðu, ásamt afurðum úr þessu bandi,  geitastökur (skinn), smálambaskinn, ull og handverk úr því.   Geitakjöt, lambakjöt, ærkjöt, og andaregg á varptíma.   
Í Rúnalist Galleri er eitt og annað að sjá og fræðast um, tóvinnu, pappírsgerð, þráðaleggi, ferukollótt, ferhyrnt og fleira.
Við erum  félagar í samtökunum Beint frá býli og Opnum landbúnaði.