Karfan er tóm.
Karfan er tóm.
Stórhóll er staðsettur í Skagafirði í Lýtingsstaðahreppi hinum forna, um 18 km í suður frá Varmahlíð við veg 752 Skagafjarðarveg.
Stórhóll er lítil jörð, 50 ha og hefur verið í okkar eigu frá 2008, en við fluttum á Stórhól 1999. Við búum með geitur, hross, kindur, endur, hunda og ketti. Árið 2011 festum við kaup á 3 gámum sem byggðir voru saman og er þar í dag Rúnalist Gallerí og vinnustofa.
Rúnalist Gallerí er lítil sveitabúð á býlinu, með fjölbreyttar matvörur beint frá býli, bæði frá okkur og öðrum smáframleiðendum. Við bjóðum einnig upp á fjölbreytt og einstakt handverk og nytjavörur sem að mestum hluta er unnið heima á býlinu.