Andaregg - Silkihænuegg

Á Stórhól er hægt að fá andaregg en það er árstíðabundið frá apríl - október.  Við erum einnig með nokkrar Silkihænur sem eru duglegar að verpa.

Andaregg eru ljúffeng og hægt að nota allveg eins og hænuegg.  Okkur finnst þau séstaklega góð spæld, í eggjaköku og ís, en þau eru í rauninni góð í allt.  Suðutími harðsoðin 7 mín.

Andaregg seld í stykkjatali, 6 eða 10 eggja bökkum.

Silkihænuegg eru mjög lík hænueggjum á bragðið en töluvert minni og ljósbrún á litinn, þau eru krúttleg spæld og þarf ekki að sjóða nema í sa. 3 mín.  Góð í allt.

Seld í stykkjatali. 

Verðlisti og pöntun

Andaregg frá Stórhóli