Fjölskyldan

 Á Stórhól búa hjónin Sigrún H Indriðadóttir og Þórarinn G Sverrisson, ásamt 4 börnum en elsta barnið hefur yfirgefið hreiðrið.

Þórarinn vinnur utan heimilis og ég Sigrún vinn heima, hugsa um börn og bú ásamt því að vinna að handverki og vinnslu afurða Beint frá Býli. Ég er  borin og barnfædd Skagfirðingur, stúdent og garðyrkjufræðingur að mennt en hef auk þess sótt ótal námskeið í handverki s.s. leðurvinnu, þæfingu, pappírsgerð, skrautskrift, silfursmíði, körfugerð, tálgun og vinnslu úr hornum og beinum, ásamt námskeiðum er varða vinnslu heimaafurða BFB. Ég er mikið náttúrubarn og hef mikið dálæti á að vinna úr náttúrulegu hráefni, sér í lagi íslensku.  Ég nota eins mikið af hráefni af eigin býli eins og kostur er.  Skinn og húðir eru sútaðar fyrir mig hjá Sjávarleðri á Sauðárkróki.  Annað verka ég sjálf s.s. ull. horn og bein.  Ég hef einnig mikinn áhuga á endurvinnslu og endurnýtingu hráefnis og bý t.d. til pappír sem ég nota m.a. í myndverk og kort.