Fjölskyldan

Við, Sigrún Helga Indriðadóttir og Þórarinn Guðni Sverrisson búum á Stóról.  Við eigum 5 börn sem flest eru farin að heiman.  Elsti sonur okkar býr með stórt sauðfrjárbú og höfum við sameinað hjarðir okkar og eigum kindurnar okkar hjá honum.  Mikil samvinna er milli þessarra býla.

Ég Sigrún Helga er handverkskonan og geitabóndinn.  Ég er garðyrkufræðingur.  En ástríðan fyrir handverki og vörum beint frá býli, og að vinna úr mínu eigin hráefni hefur heillað mig. Ég hef sótt ótal námskeið í handverki s.s. leðurvinnu, þæfingu, pappírsgerð, skrautskrift, silfursmíði, körfugerð, tálgun og vinnslu úr hornum og beinum, ásamt námskeiðum er varða vinnslu heimaafurða beint frá býli.  Ég er dýravinur og elska íslenksa náttúru. Að skapa vörur úr eigin hráefni er dásamlegt, geitakasmír, ull, skinnum, hornum, beinum, eða  fiskleðri frá Skagafirði. Úr þessum hráefnum verða til einstakir hlutir

Mér finnst einnig mjög gaman að vinna úr hráefni sem annars lendir í ruslafötunni s.s. lauk,- banana,- og kartöfluhýði, sem er frábært efni í pappír og fleira.  Endurvinnsla og endurnýting er mér einnig ofarlega í huga.

Þórarinn Guðni vinnur utan heimilis og keyrir daglega til vinnu á Sauðárkrók.

Yngsta barnið Bergrún er ennþá heima og hjálpar til við ferðaþjónustuna og önnur verk.