Kiðlingakjöt

 Kiðlingakjöt - Bænda Biti

Á Stórhóli er hægt að fá kiðlingakjöt allt árið um kring. Á bænum er lítil sveitaverslun Rúnalist Gallerí með árstíðabundnum vörum. Einstaka vöruflokkar geta selst upp tímabundið. Framundan er frekari þróun á vinnslu afurða okkar.

Kiðlingakjöt er með fitusnauðasta kjöt sem völ er á  og einnig mjög  próteinríkt.  Kiðlingakjöt er bragðgott,  keimlíkt lambakjöti en þó ekki eins.  Vegna þess hve kjötið er fitulítið hentar einkarvel að hægelda það við lágan hita í langan tíma, svo það verði ekki þurrt og seigt.  (cook low and slow). Það kemur líka vel út að grilla það, sérstaklega þykkari stykki svo sem hrygg. Okkar kiðlingum er slátrað hjá SKVH á Hvammstanga, en við látum kjötið svo hanga í 4-6 daga og vinnum það í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd.

Næringaryfirlýsing fyrir kiðlingakjöt (öll stykki)
Næringargildi í 100 g af ætum hluta
Orka 720 kJ / 172 kkal
Fita 9,8 g
- þar af mettuð fita 4,1 g
Kolvetni 0 g
- þar af sykurtegundir 0 g
Prótein 21 g
Salt 0,19 g

 Verðlisti og pöntun